27.10.2015 22:31

Forðagæsluskýrsta haust 2015

Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is.

 

Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli  ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá og er lykilorð hans tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila.

 

Nánari upplýsingar um Íslykil má nálgast á síðunni www.island.is . Hafi ekki verið sótt um Íslykil er hægt að gera það eftir að aðgangur að skýrslu hefur verið ræstur með hnappnum sem sýndur er á forsíðu Bústofns. Íslykil er hægt að fá sendan í heimabanka og tekur það um 5 -10 mínútur. Eins er hægt að fá hann sendan í bréfpósti og tekur það 4-6 virka daga.

 

Óski búfjáreigandi eftir aðstoð dýraeftirlitsmanns MAST er hægt að hafa samband í síma 530-4800 eða á mast@mast.is

 

Þeim sem eiga eða halda búfé en hafa ekki verið skráðir búfjáreigendur í Bústofni er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn sem annast nýskráningar og leiðréttingar. Upplýsingar um dýraeftirlitsmenn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar.

 

Þeir sem þurfa aðstoðar við vegna rafrænna skila stendur til boða þjónusta Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML við skil á haustskýrslu. Hafa má samband við RML í síma 516-5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is

Sérstök athygli er vakin á að eftir að upplýsingar hafa verið skráðar þarf að ljúka skýrslu með sérstökum skilahnapp.

 

06.08.2015 20:22

Hestadagar 2015

Hestadagar Gnýfara, Glæsis og Svaða verða haldnir á Ólafsfirði

14.- 16. ágúst 2015.

 

DAGSKRÁ

Föstudagur 14. ágúst

Tekið á móti gestum við hesthúsahverfi Gnýfara á milli 18.00 - 20.30

 með súpu og kaffi í félagsheimilinu Tuggunni

 

Laugardagur 15. ágúst

Kl: 13:00 Útreiðartúr

Kl: 15:00 Kaffi og kökur í Húsi eldri borgara

Kl: 20.00 Grill í Húsi eldri borgara

 

Sunnudagur 16. ágúst 

Heimferð

                                          

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir 12.ágúst til Guðrúnar Þorvaldsdóttur (krullan@gmail.com)

Þáttökugjald er 4000 kr. (frítt fyrir 12 ára og yngri).

 

Gistimöguleikar: 

Brimnes, hótel og bústaðir S: 4662400

Gistihús Jóa S:4664044

Skíðaskálinn (þar eru dýnur á lofti og eldhús með eldurnaraðstöðu) 

24.05.2015 21:41

Aðalfundarboð

 

 

Fundarboð

 

 

 

Aðalfundur hestamannafélagsins Gnýfara verður haldinn í Tuggunni þriðjudaginn 26. maí n.k. kl. 20.00

 

Fundarefni

 

Dagskrá aðalfundar samkv. 6 gr. laga félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar sé:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Inntaka nýrra félaga.
 3. Skýrsla stjórnar.
 4. Afgreiðsla reikninga. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal jafnframt lögð fram.
 5. Lagabreytingar, ef um er að ræða.
 6. Kosningar.
 1.  Stjórnar og varastjórnar samkv. 5. gr.
 2. Tveir skoðendur reikninga samkvæmt 5. grein
 3. Formenn nefna samkv. 6. gr.
  1. Ákvörðun árgjalds samanber 4. Grein. Einnig skal ákveða leigugjald sem félagið getur haft af eignum sínum s.s. Tuggunni, reiðskemmu, básaleigu og hagagöngugjöld af þeim löndum sem félagið hefur aðgang að.
  2. Önnur mál.

 

 

 

Stjórnin

03.02.2015 21:55

Ramma - Ísmót Gnýfara 2015

Ramma - Ísmót Gnýfara verður haldið á Ólafsfjarðarvatni laugardaginn 7. febrúar og hefst mótið klukkan 11.00

 

 

03.02.2015 21:38

Ísmót Hrings 2015

Laugardaginn 14. febrúar blæs Hestamannafélagið Hringur til Ísmóts á Hrísatjörn. Keppt verður í tölti, opnum flokki og 100m skeiði. Skráning skal fara fram á hringurdalvik.net í gegnum skráningarformið undir tenglinum "Skráning í mót" til vinstri á síðunni fyrir kl. 20 fimmtudaginn 12. febrúar. Skráningargjald er 2000 kr. á fyrstu skráningu og 1500 kr. á skráningu eftir það.

Skráningargjald þarf að leggja inná reikning hestamannafélagsins kt. 540890-1029, reikn: 1177-26-175 tilvísun ísmót kvittun sendist á hringurdalvik@hringurdalvik.net .

Skráning telst ógild þar til greiðsla hefur borist.

Mótið hefst kl 11:00 og skulu knapar vera mættir 10:30

Upplýsingar um mótið veitir Þórir Áskelsson í síma 699-2099 eða á netfangið sjukra@internet.is.

 

kv.

Mótanefnd

03.11.2014 22:52

Fundarboð

Fundarboð

 

Fundur verður haldinn hjá hestamannafélaginu Gnýfara í Tuggunni þriðjudaginn  04.11  n.k og hefst hann kl. 20.00

Fundarefni

 1. Reiðskemman, staða mála.

 2. Dagskrá Gnýfara 2015.

 3. Önnur mál.


 

Stjórn Gnýfara.

 

27.10.2014 20:26

Fundur 29. október

Fundarboð

 

Fundur verður haldinn hjá hestamannafélaginu Gnýfara í Tuggunni miðvikudaginn 29.10  n.k og hefst hann kl. 20.00

Fundarefni

 1. Reiðskemman, staða mála
 2. Önnur mál

 

 

Stjórn Gnýfara.

 

22.09.2014 21:54

Þakkir vegna Firmakeppni 2014

Þökkum þessum fyrirtækjum veittann stuðning
     
     
Aðalbakarinn ehf   Kemi
Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar   Klemenz Jónsson ehf
Egils sjávarafurðir   Lífland ehf
Fernozink   Málararverkstæðið ehf
Fiskmarkaður Siglufjarðar   Múlatindur ehf
Fjallabyggð og co   Norðurorka hf
Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar   Orkusalan
Bókasafn Fjallabyggðar   Olís
Félagsmiðstöð Fjallabyggðar   Prímex
Grunnskóli Fjallabyggðar   Promens Dalvík ehf
Fjallabyggðar hafnir    Rammi hf
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar   Rafmagnsveitur ríkisins
Leikskóli Fjallabyggðar   Rauðka
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar   Samkaup hf
Slökkvilið Fjallabyggðar    Siglfirðingur hf
Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar   Siglufjarðar Apótek
Gámaþjónusta Norðurlands ehf   Sjómannaf. Ólafsfjarðar
Hópferðabílar Akureyrar   Gistiheimilið Siglunes
Hrímnir hár og skeggstofa   Trésmíði ehf
Ísfell ehf   Vélfag ehf
Íslandsbanki   Ökuskóli Jóns Konn

03.09.2014 21:08

Firmakeppni Gnýfara

Firmakeppni Gnýfara fór fram á Ósbrekkuvelli í góðu veðri laugardaginn 23. ágúst 2014.

Keppni fór fram í karla-, kvenna- og barnaflokki og urðu úrslit eftirfarandi: 

 

Karlaflokkur: 

1. sæti: Ásgrímur Pálmason á Tind - Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.

2. sæti: Guðlaugur Magnús Ingason á Blossa - Íslandsbanka

3. sæti: Ásgeir Logi Ásgeirsson á Kakala - Rammi hf. 

 

Kvennaflokkur: 

1. sæti: Herdís á Óðni - Grunnskóli Fjallabyggðar 

2. sæti: Kristín Káradóttir á Stellu - Norðurorka 

3. sæti: Hulda á Rauðhettu - Promens á Dalvík 

 

Barnaflokkur: 

Tekin var sú ákvörðun að í Firmakeppni Gnýfara séu þátttökuverðlaun veitt í barnaflokki og fara öll fyrirtæki sem keppt er fyrir í þeim flokki í pott sem dregið er uppúr nafn sem hlýtur barnaflokksbikarinn. 

Árið 2014  er það  Leikskóli Fjallabyggðar 

18.08.2014 21:40

Firmakeppni Gnýfara

 

                                                                                                      
   

Firmakeppni Gnýfara

Verður haldin laugardaginn 23. ágúst á Ósbrekkuvelli.

Keppni hefst klukkan 14:00 og keppt verður í karla-, kvenna-, og barnaflokki. Við skráningu tekur Hólmar Hákon í síma 6956381 og á tölvupósti: bakkatolt@gmail.com. Skráning er opin fram til 20.00 föstudagskvöldið 22. ágúst og hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt og hafa gaman af.

 

Bæjarbúar eru hvattir til að koma og horfa á, kíkja í félagshús hestamannafélagsins, fá sér kaffisopa og leyfa börnunum að sjá hestana.

 

Mótanefnd Gnýfara

14.08.2014 22:49

Áhugi fyrir reiðnámskeiði?

Hestamannafélagið Gnýfari auglýsir 

Herdís sem kom hér í fyrrasumar með reiðsnámskeið er til í að koma og halda stutt námskeið ef áhugi er fyrir hendi. 

Tímarnir yrðu líklega 5 og yrðu dagana 11-22 ágúst. Sem sagt núna strax eftir helgi. 

Lágmark þátttakenda er 12. Ef skráningar verða færri þá fellur námskeiðið sjálfkrafa niður. 

 

Skráning fer fram hjá Guðrúnu í síma 6909692 eftir kl 4 föstudaginn 15. og á milli 18 og 18 laugardaginn 16. 

 

Endilega látið berast. 

12.08.2014 00:00

Fundarboð

Fundur verður haldinn hjá hestamannafélaginu Gnýfara 

í Tuggunni miðvikudaginn 13.08 n.k og hefst hann kl. 20.00

 

 

Fundarefni:
1.Reiðskemman, staða mála

2.Hestadagar 2014.

3. Sala á hesthúsi.

4.Önnur mál

 

Stjórn Gnýfara

29.07.2014 10:17

Hestadagar

HESTADAGAR Á SIGLUFIRÐI 2014

 

Hestadagar Glæsis, Gnýfara og Svaða verða haldnir á Siglufirði

15.- 17. ágúst.

DAGSKRÁ

Föstudagur 15. ágúst

Tekið á móti gestum við hesthúsahverfi Glæsis

 

 með súpu og kaffi í félagsheimilinu Glæsibæ

 

 frá kl. 1800

 

Laugardagur 16. ágúst                        Sunnudagur 17. ágúst

Kl: 13:00 Útreiðartúr                             Rekið saman kl  11.00  

Kl: 15:00 Kaffi og kökur á Hóli                    Heimferð

Kl: 20:00 Grill á Hóli

 __________________________________________________                                                              

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir 13.ágúst til Helgu á helga.je@simnet.is

 Þáttökugjald er 4000 kr.frítt fyrir 12 ára og yngri.

Gistimöguleikar: Íþróttamiðstöðin Hóli.

22.07.2014 14:23

 

 

 

Hesthús til sölu

 

Til sölu er sex hesta hús að Brimvöllum 1,

fastnr.  215-4465.

Óskum eftir tilboði í eignina. Áskilinn er réttur til að  taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Nánari upplýsingar veitir Ásgrímur Pálmas.  s 8648419 og skal skila tilboðum til hans.

Tilboðsfrestur er til 30.07.14

 

Stjórn Gnýfara.

 

 

18.06.2014 22:23

Vinningaskrá í Stóðhestahappdrætti Gnýfara.

 1. IS2002165311                   Fróði frá Staðartungu          125.000.-   Nr. 9
 2. IS2001186915                   Vilmundur frá Feti                80.000.-    Nr. 249
 3. IS2003158162                   Hnokki frá Þúfum                80.000.-     Nr. 10
 4. IS2010164488                   Klettur frá Efri-Rauðalæk  80.000.-       Nr. 81
 5. IS1999166214                   Blær frá Torfunesi               75.000.-     Nr. 14
 6. IS2008165060                   Árli frá Laugasteini              70.000.-     Nr. 63
 7. IS1996156290                   Gammur frá Steinnesi          65.000.-    Nr. 34
 8. IS2007165513                   Sólfaxi frá Sámsstöðum       60.000.-    Nr. 80
 9. IS2003187057                   Álmur frá Skjálg                   57.000.     Nr. 304
 10. IS2003165665                    Kiljan frá Árgerði                50.000.-     Nr. 217
 11. IS2007165170                   Íslendingur frá Dalvík          50.000.-     Nr. 29
 12. IS2010158460                   Frakkur frá Narfastöðum    45.000.-      Nr. 312

 

Hestamannafélagið Gnýfari þakka öllum stóðhestaeigendum fyrir stuðninginn

og óskar um leið öllum vinningshöfum innilega til hamingju.

Vinningshafar eru beðnir um að hafa samband við Valda Hreins í gsm:8669077.